Bleikjur í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2011 11:25 Það getur margt óvart gerst í veiðinni. Það fékk Atli Bergmann að reyna um helgina er hann kastaði á uppítökur í efsta veiðistað Elliðaánna. Atli átti síðari helming föstudagsins síðastliðins. Veiðarnar í vor hafa gengið vel, og ekki síst hjá Atla sem landaði fjórtán silungum frá einu og upp í þrjú pund. Átta af þeim voru hefðbundnir urriðar veiddir á Krókinn og ýmsa kúluhausa efst í Höfuðhylnum og í hávaðanum niður undan efstu brúnni. En það sem gerðist síðasta klukkutímann var nokkuð merkilegt. Þá tók Atli eftir vakandi silungum ofan við hólmann sem myndar Hólmakvísl, neðst í Höfuðhylnum. Setti hann undir Ölmu Rún og landaði skömmu síðar fínni bleikju. Þetta endurtók hann ítrekað og endaði kvöldið á því að taka fimm bleikjur og einn sjóbirting! Sannarlega athyglisverð veiði þessa kvöldstund, því til samanburðar var heildar bleikjuveiði í Elliðaánum síðasta sumar hvorki meira né minna en ein bleikja! Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði
Það getur margt óvart gerst í veiðinni. Það fékk Atli Bergmann að reyna um helgina er hann kastaði á uppítökur í efsta veiðistað Elliðaánna. Atli átti síðari helming föstudagsins síðastliðins. Veiðarnar í vor hafa gengið vel, og ekki síst hjá Atla sem landaði fjórtán silungum frá einu og upp í þrjú pund. Átta af þeim voru hefðbundnir urriðar veiddir á Krókinn og ýmsa kúluhausa efst í Höfuðhylnum og í hávaðanum niður undan efstu brúnni. En það sem gerðist síðasta klukkutímann var nokkuð merkilegt. Þá tók Atli eftir vakandi silungum ofan við hólmann sem myndar Hólmakvísl, neðst í Höfuðhylnum. Setti hann undir Ölmu Rún og landaði skömmu síðar fínni bleikju. Þetta endurtók hann ítrekað og endaði kvöldið á því að taka fimm bleikjur og einn sjóbirting! Sannarlega athyglisverð veiði þessa kvöldstund, því til samanburðar var heildar bleikjuveiði í Elliðaánum síðasta sumar hvorki meira né minna en ein bleikja! Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði