Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2011 12:22 Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. Um árabil hefur starfsfólk Veiðimálastofnunar vaktað laxastofna Gljúfurár, en með tilkomu teljara í ánni er nú hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um göngu lax- og silungs. Samkvæmt teljara gengu 550 laxar upp fyrir teljarann og veiddust 271 þeirra. Tiu laxar fengust að auki neðan laxateljara. Athygli vekur að laxagöngur í Gljúfurá aukast samfara vatnsmagni Norðurár, og virðist forsendan fyrir góðum göngum vera sú að nægt vatn sé fyrir hendi í Norðurá, en árnar sameinast við Flóðatanga. Sé laxateljarinn borinn saman við vatnsmagn má sjá augljós tengsl þar á milli. Athygli vekur mikil sjóbirtingsgengd í Gljúfurá eftir að veiðitíma lýkur. Í lok september og í október er talsvert að ganga af sjógengnum urriða, en sökum þess hversu seint sá fiskur gengur þá mælist veiðiálag á þann stofn aðeins 4%! Þess má geta að samkvæmt seiðamælingum er laxastofn Gljúfurár í mjög góðu horfi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði
Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. Um árabil hefur starfsfólk Veiðimálastofnunar vaktað laxastofna Gljúfurár, en með tilkomu teljara í ánni er nú hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um göngu lax- og silungs. Samkvæmt teljara gengu 550 laxar upp fyrir teljarann og veiddust 271 þeirra. Tiu laxar fengust að auki neðan laxateljara. Athygli vekur að laxagöngur í Gljúfurá aukast samfara vatnsmagni Norðurár, og virðist forsendan fyrir góðum göngum vera sú að nægt vatn sé fyrir hendi í Norðurá, en árnar sameinast við Flóðatanga. Sé laxateljarinn borinn saman við vatnsmagn má sjá augljós tengsl þar á milli. Athygli vekur mikil sjóbirtingsgengd í Gljúfurá eftir að veiðitíma lýkur. Í lok september og í október er talsvert að ganga af sjógengnum urriða, en sökum þess hversu seint sá fiskur gengur þá mælist veiðiálag á þann stofn aðeins 4%! Þess má geta að samkvæmt seiðamælingum er laxastofn Gljúfurár í mjög góðu horfi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði