Íslendingaliðið IFK Gautaborg tapaði í kvöld 2-0 á móti AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. IFK-liðið hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum tímabilsins og er eitt stigalaust á botni deildarinnar með markatöluna 2-8.
Nils-Eric Johansson kom AIK í 1-0 eftir 17 mínútna leik og Teteh Bangura skoraði síðara markið á 57. mínútu.
Ragnar Sigurðsson, Hjörtur Logi Valgarðsson og Theodór Elmar Bjarnason spiluðu allan leikinn fyrir IFK en Hjálmar Jónsson sat allan tímann á bekknum.
IFK Gautaborg stigalaust á botninum eftir fjórða tapið í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
