Íslenskar knattspyrnukonur komu talsvert við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í dag en boltinn byrjaði að rúlla þar um helgina.
Edda Garðarsdóttir lék með Örebro sem náði jafntefli, 1-1, gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö. Ólína G. Viðarsdóttir og María Björg Ágústsdóttir gátu ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.
Þóra B. Helgadóttir var aftur á móti í markinu hjá Malmö og Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig í liði Malmö. Hún var þó tekin af velli í hálfleik.
Dóra María Lárusdóttir, Katrín Jónsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru í liði Djurgarden sem lagði Jitex, 2-1. Sandra Björk Sigurðardóttir stóð á milli stanganna hjá Jitex í leiknum.
Sara Björk, Dóra María, Katrín og Sandra Björk voru allar að spila sinn fyrsta leik í sænska boltanum.
