„Þeir voru töluvert sterkari en við í þessum leik,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Fram tapaði örugglega fyrir FH í Kaplakrikanum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins.
„Við vorum sérstaklega hægir sóknarlega. Mér fannst vanta miklu meiri áræðni og hraða í okkar sóknarleik. Varnarlega er ég nokkuð sáttur.“
Reynir segir að liðið þurfi að bæta hraðann í sóknarleiknum fyrir seinni leikinn á laugardag.
„Maður spyr sig hvort eitthvað hafi verið að angra menn í dag en þetta er bara rétt að byrja. Við öndum rólega og hingað mætum við aftur á mánudaginn. Það er bara þannig.“
