Handbolti

Einar: Ætlum ekki í sumarfrí strax

Kristinn Páll Teitsson skrifar
"Þetta fór ekkert sérstaklega vel, síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum voru vonbrigði eftir góðar fjörutíu mínútur fyrir það," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH.
"Þetta fór ekkert sérstaklega vel, síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum voru vonbrigði eftir góðar fjörutíu mínútur fyrir það," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH. Mynd/Valli
"Þetta fór ekkert sérstaklega vel, síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum voru vonbrigði eftir góðar fjörutíu mínútur fyrir það," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH.

"Við náðum ekki að fylgja nóg eftir, við vorum klaufar að missa tvo menn útaf þegar við erum fimm mörkum yfir í seinni hálfleik, það hleypti þeim aftur inn í leikinn."

"Eftir það koma mínútur sem voru ekki nógu góðar, núna er hinsvegar bara horft á næsta leik og erum ánægðir með að hafa heimavallarréttinn. Pressan sem við setjum á okkur er að komast í úrslit og við ætlum okkur það, það ætlar enginn í FH í sumarfrí strax," sagði Einar.

"Þetta var ekkert sérstakt en staðan er 1-1 og við ætlum okkur sigur á mánudaginn," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Við vorum betri framan af leiknum en vorum klaufar að missa mennina útaf, það reyndist dýrt."

"Þeir gerðu þetta aftur að hörkuleik úr því, það var ekki vendipunktur enda gerðum við margar villur í okkar leik, það er þó margt gott líka hægt að taka úr þessum leik," sagði Ásbjörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×