„Þetta gekk ekki alveg hjá okkur í kvöld," sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn gegn Akureyri í gær. Ólafur Bjarki átti samt sem áður algjöran stórleik og Akureyringar réðu ekkert við þennan snjalla leikstjórnanda.
„Þeir náðu að keyra mikið í bakið á okkur í restina og við áttum erfitt með að verjast þeim. Sóknarleikur okkar var ekki alveg nægilega góður hjá okkur, en í raun lékum við nokkuð vel í kvöld".
„Ég er nokkuð sáttur við þetta tímabil hjá okkur. Okkur var spáð sjötta sætinu, en við komust í úrslitakeppnina og spilum þrjá alveg hörku leiki við Akureyri," sagði Ólafur Bjarki.
Ólafur: Gekk bara ekki upp hjá okkur
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið




Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn




Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti

Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti
