Stefán: Það var ælt á börnin mín í stúkunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2011 13:30 Stefán Gíslason: Stefán Gíslason er í afar opinskáu viðtali við danska íþróttavefinn sporten.dk í dag þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar af forráðamönnum Bröndby eða Dönum yfir höfuð. "Við höfum búið í fjórum löndum og alltaf tekið nýrri menningu með opnum huga. Reynslan í Danmörku varð þess valdandi að þangað förum við aldrei aftur," sagði Stefán sem var um tíma fyrirliðið liðsins en á skömmum tíma breyttist allt. Félagið vildi losna við hann en það gekk ekki þrautalaust. "Ástandið var mjög sérstakt þarna. Ég fór með krakkana á leikskólann og fór svo á æfingu. Það var meiri leikskólastemning á æfingasvæðinu en nokkurn tímann í leikskólanum. "Það er allt annað í gangi þarna en í Noregi. Drengirnir mínir hafa komið heim af vellinum útataðir í ælu þökk sé sauðdrukknum manni sem sat fyrir aftan þá. Sá hafði einnig sett sígarettuösku í hárið á þeim. Honum stóð alveg á sama þegar konan mín kvartaði við hann," sagði Stefán en hann er ekki hrifinn af því hversu mikið sé drukkið á dönskum völlum. "Drykkjumenningin í kringum danska boltann er ekkert sem Danir geta stært sig af. Það er heldur ekkert eðlilegt við að 12-13 ára stelpur séu að senda leikmönnum sms og foreldrunum finnst það eðlilegt þar sem þær vilja ræða fótbolta. Þær hafa engan áhuga á að ræða fótbolta. Hvað er eiginlega málið? Þetta eru börn fjandinn hafi það." Það tók Stefán langan tíma að losna frá Bröndby og honum sárnaði umræðan um að hann væri gráðugur. Franska liðið Metz var fyrst til að bera víurnar í hann en Bröndby vildi meira fyrir Stefán en félagið var til í að greiða. Á síðasta ári vildi enska liðið Plymouth fá hann lánaðan en gat ekki greitt það verð sem Bröndby vildi fá fyrir hann. Ekkert varð því af því að hann færi til Englands. Á sama tíma hafði þjálfari Bröndby engan áhuga á að nota Stefán. Að lokum var Stefán lánaður til norska félagsins Viking í nokkra mánuði. Þar fékk hann tækifæri til þess að sanna sig upp á nýtt. Eftir lánstímann, eða sumarið 2010, var nýr þjálfari kominn hjá Bröndby, Henrik Jensen, og hann vildi nota Stefán. Miðjumaðurinn bað Jensen um að nota sig ekki því þá væri hann fastur hjá félaginu þar sem aðeins má spila með tveimur liðum á einu tímabili. Jensen tók bón Stefáns illa og sagði viðhorf hans ótrúlega lélegt. "Ég skil viðbrögð hans vel en ég vildi ekki vera þarna lengur," sagði Stefán. Litlu munaði að Stefán færi að láni til þýska liðsins Dusseldorf en það datt upp fyrir á elleftu stundu er þýska liðið hætti óvænt við að taka Stefán. Á sama tíma fékk Stefán ekki að æfa með aðalliði Bröndby og samband hans við forráðamenn félagsins var afar stirt en hann ber þeim ekki góða sögu í viðtalinu. Snemma í desember á síðasta ári kom upp sá möguleiki að Stefán færi til Kína. Stefán og fjölskyldu samþykktu þann möguleika og voru til í eitt ævintýri áður en þau flyttu aftur heim til Íslands. Enn og aftur gekk dæmið ekki upp. Á endanum gekk Stefán frá starfslokum við Bröndby og fór til norska liðsins Lilleström. "Ég var klár með kalda kampavín sem ég ætlaði að opna daginn sem ég væri frjáls maður á nýjan leik. Þegar við riftum samningnum keyrði ég heim og drakk flöskuna með konunni minni. Þynnkan daginn eftir var besta þynnka sem ég hef haft." Viðtalið við Stefán er afar langt en það má lesa í heild sinni hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Sjá meira
Stefán Gíslason er í afar opinskáu viðtali við danska íþróttavefinn sporten.dk í dag þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar af forráðamönnum Bröndby eða Dönum yfir höfuð. "Við höfum búið í fjórum löndum og alltaf tekið nýrri menningu með opnum huga. Reynslan í Danmörku varð þess valdandi að þangað förum við aldrei aftur," sagði Stefán sem var um tíma fyrirliðið liðsins en á skömmum tíma breyttist allt. Félagið vildi losna við hann en það gekk ekki þrautalaust. "Ástandið var mjög sérstakt þarna. Ég fór með krakkana á leikskólann og fór svo á æfingu. Það var meiri leikskólastemning á æfingasvæðinu en nokkurn tímann í leikskólanum. "Það er allt annað í gangi þarna en í Noregi. Drengirnir mínir hafa komið heim af vellinum útataðir í ælu þökk sé sauðdrukknum manni sem sat fyrir aftan þá. Sá hafði einnig sett sígarettuösku í hárið á þeim. Honum stóð alveg á sama þegar konan mín kvartaði við hann," sagði Stefán en hann er ekki hrifinn af því hversu mikið sé drukkið á dönskum völlum. "Drykkjumenningin í kringum danska boltann er ekkert sem Danir geta stært sig af. Það er heldur ekkert eðlilegt við að 12-13 ára stelpur séu að senda leikmönnum sms og foreldrunum finnst það eðlilegt þar sem þær vilja ræða fótbolta. Þær hafa engan áhuga á að ræða fótbolta. Hvað er eiginlega málið? Þetta eru börn fjandinn hafi það." Það tók Stefán langan tíma að losna frá Bröndby og honum sárnaði umræðan um að hann væri gráðugur. Franska liðið Metz var fyrst til að bera víurnar í hann en Bröndby vildi meira fyrir Stefán en félagið var til í að greiða. Á síðasta ári vildi enska liðið Plymouth fá hann lánaðan en gat ekki greitt það verð sem Bröndby vildi fá fyrir hann. Ekkert varð því af því að hann færi til Englands. Á sama tíma hafði þjálfari Bröndby engan áhuga á að nota Stefán. Að lokum var Stefán lánaður til norska félagsins Viking í nokkra mánuði. Þar fékk hann tækifæri til þess að sanna sig upp á nýtt. Eftir lánstímann, eða sumarið 2010, var nýr þjálfari kominn hjá Bröndby, Henrik Jensen, og hann vildi nota Stefán. Miðjumaðurinn bað Jensen um að nota sig ekki því þá væri hann fastur hjá félaginu þar sem aðeins má spila með tveimur liðum á einu tímabili. Jensen tók bón Stefáns illa og sagði viðhorf hans ótrúlega lélegt. "Ég skil viðbrögð hans vel en ég vildi ekki vera þarna lengur," sagði Stefán. Litlu munaði að Stefán færi að láni til þýska liðsins Dusseldorf en það datt upp fyrir á elleftu stundu er þýska liðið hætti óvænt við að taka Stefán. Á sama tíma fékk Stefán ekki að æfa með aðalliði Bröndby og samband hans við forráðamenn félagsins var afar stirt en hann ber þeim ekki góða sögu í viðtalinu. Snemma í desember á síðasta ári kom upp sá möguleiki að Stefán færi til Kína. Stefán og fjölskyldu samþykktu þann möguleika og voru til í eitt ævintýri áður en þau flyttu aftur heim til Íslands. Enn og aftur gekk dæmið ekki upp. Á endanum gekk Stefán frá starfslokum við Bröndby og fór til norska liðsins Lilleström. "Ég var klár með kalda kampavín sem ég ætlaði að opna daginn sem ég væri frjáls maður á nýjan leik. Þegar við riftum samningnum keyrði ég heim og drakk flöskuna með konunni minni. Þynnkan daginn eftir var besta þynnka sem ég hef haft." Viðtalið við Stefán er afar langt en það má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Sjá meira