Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn fyrir IFK Norrköping sem tapaði á útivelli, 2-0, fyrir Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Hallgrímur Jónasson gat svo ekki leikið með GAIS vegna meiðsla gegn Trelleborg. GAIS vann leikinn, 4-0.
Leikirnir voru liður í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar, Allsvenskan.
