Everton var umfjöllunarefni í síðustu Sunnudagsmessu á Stöð 2 sport 2. Hjörvar Hafliðason sérfræðingur þáttarins setti fram þá kenningu að David Moyes knattspyrnustjóri Everton myndi fara frá liðinu og Aston Villa í Birmingham gæti orðið næsti vinnustaður Skotans.
„David Moyes hefur ekki krónu til að moða úr hjá Everton, þetta er eitt ódýrasta fótboltalið sem maður finnur. Andy Carroll kostar miklu meira en allt byrjunarlið Everton," sagði Hjörvar m.a. í þættinum.
