Japan: Slökktu elda með vatni heimilislausra Andri Ólafsson skrifar 15. mars 2011 19:00 Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Skjálftinn átti upptök sín í við borgina Shizuoka einum 100 kílómetrum suðvestur af Tókýó klukkan hálfellefu að staðartíma eða um hálf tvö að íslenskum tíma. Þetta er sá öflugasti af fjölmörgum eftirskjálftum sem hafa fundist síðan föstudaginn. Uppbyggingin sem bíður almennings í Japan eftir stóra skjálftann er mikil. Það er erfitt að setja sig í spor fólks, til að mynda í borginni Iwake. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo fljóðbylgjan og nú býr það við ótta við geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem er rétt fyrir utan borgina. Sprengingar og eldsvoðar hafa gert það að verkum að geislun er nú yfir hættumörkum þar í grennd. „Tilfinningar mínar...Í alvöru, mitt góða, venjulega líf er allt í einu komið úr himnaríki til helvítis," sagði íbúi í Iwake. Matvöruverslanir víða um land eru orðnar tómar, rafmagnsleysi og eldsneytisskortur er alvarlegt vandamál. 500 þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og um 100 þúsund manns gista í neyðarskýlum og björgunarmiðstöðvum. Mikið álag er á viðbragðaaðilum enda eru verkefnin fjölbreytt, til að mynda tók meira en sex tíma að slökkva eld sem geisaði í borginni Kesennuma i gærkvöldi. Við slökkvistörf var notað vatn, sem átti að fara til heimilislausra, og vatnsskortur á svæðinu er nú orðið vandamál. Á meðan er enn unnið að leita að fólki í húsarústum, og þótt ótrúlegt sé, með árangri. Tvær manneskjur fundust á lífi í morgun; kona á áttræðisaldri og maður á þrítugsaldri. Þau voru föst í meira en 90 tíma og sluppu með minniháttar áverka. Ólíklegt verður að teljast að fleiri slíkar fréttir berist því tíminn er á þrotum. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Skjálftinn átti upptök sín í við borgina Shizuoka einum 100 kílómetrum suðvestur af Tókýó klukkan hálfellefu að staðartíma eða um hálf tvö að íslenskum tíma. Þetta er sá öflugasti af fjölmörgum eftirskjálftum sem hafa fundist síðan föstudaginn. Uppbyggingin sem bíður almennings í Japan eftir stóra skjálftann er mikil. Það er erfitt að setja sig í spor fólks, til að mynda í borginni Iwake. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo fljóðbylgjan og nú býr það við ótta við geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem er rétt fyrir utan borgina. Sprengingar og eldsvoðar hafa gert það að verkum að geislun er nú yfir hættumörkum þar í grennd. „Tilfinningar mínar...Í alvöru, mitt góða, venjulega líf er allt í einu komið úr himnaríki til helvítis," sagði íbúi í Iwake. Matvöruverslanir víða um land eru orðnar tómar, rafmagnsleysi og eldsneytisskortur er alvarlegt vandamál. 500 þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og um 100 þúsund manns gista í neyðarskýlum og björgunarmiðstöðvum. Mikið álag er á viðbragðaaðilum enda eru verkefnin fjölbreytt, til að mynda tók meira en sex tíma að slökkva eld sem geisaði í borginni Kesennuma i gærkvöldi. Við slökkvistörf var notað vatn, sem átti að fara til heimilislausra, og vatnsskortur á svæðinu er nú orðið vandamál. Á meðan er enn unnið að leita að fólki í húsarústum, og þótt ótrúlegt sé, með árangri. Tvær manneskjur fundust á lífi í morgun; kona á áttræðisaldri og maður á þrítugsaldri. Þau voru föst í meira en 90 tíma og sluppu með minniháttar áverka. Ólíklegt verður að teljast að fleiri slíkar fréttir berist því tíminn er á þrotum.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira