Japanskir myndatökumenn gengu í gær fram á tvo hunda í rústunum í Japan þegar þeir voru að mynda hinar hrikalegu afleiðingar jarðskjálftans á föstudag og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Annar hundurinn er greinilega særður en félagi hans neitar að yfirgefa hann og situr hjá honum hundtryggur.
Ekki fylgir sögunni hvort myndatökumennirnir hafi aumkað sig yfir dýrin og komið þeim í skjól.
Erlent