Danska úrvalsdeildin fór aftur af stað um helgina eftir vetrarfrí en þá tapaði FC Kaupmannahöfn sínum fyrsta leik á tímabilinu.
FCK hefur átt frábæru gengi að fagna í vetur en liðið er með nítján stiga forystu á næsta lið í deildinni heima og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Midtjylland vann 2-0 sigur á FCK nú um helgina með mörkum þeirra Jakob Poulsen og Mikkel Thygesen. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi FCK.
FCK mætir svo Chelsea í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradieldar Evrópu í næstu viku en Chelsea vann fyrri leikinn, 2-0, í Kaupmannahöfn.
Fyrsta tap FCK á tímabilinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn




Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
