Ungstirnið Aron Pálmarsson átti magnaðan leik fyrir íslenska landsliðið gegn Þýskalandi í kvöld. Hann skoraði 8 mörk í leiknum og þar af 6 í fyrri hálfleik.
"Þetta var frábær sigur. Sóknin mjög góð í fyrri hálfleik og við vorum í heimsklassa. Bjöggi líka frábær í markinu. Byrjuðum aðeins illa í vörninni en svo náðum við takti. Það var allt annað að sjá okkur núna í sókninni en á HM þegar þeir lömdu okkur í harðfisk," sagði Aron en það mátti glögglega sjá að íslensku strákarnir ætluðu að hefna fyrir leikinn frá því í HM í Svíþjóð.
"Það kom aldrei annað til greina og við ætluðum ekki að leyfa þeim að koma til Íslands og taka stig. Sigurinn hefði mátt vera stærri. Við hefðum átt að byggja ofan á sjö marka forskotið frá því í hálfleik og vinna þá með tíu. Það hefði verið sætt."
Aron segist hafa gaman af því að spila í Höllinni en eftir því er tekið að hann sleppir því að fagna mörkunum sínum.
"Ég hef aldrei verið í því. Ég fagna frekar þegar hinir skora. Aðalatriðið er samt að fagna eftir leiki."
Aron: Vorum í heimsklassa í fyrri hálfleik
Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar
Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn