Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði var einn fjölmargra leikmanna íslenska landsliðsins sem skartaði myndarlegu yfirvaraskeggi í Laugardalshöllinni í kvöld. Það var að sjálfsögðu gert í tilefni Mottumars-átaksins.
Ólafur átti fínan leik fyrir íslenska liðsins og lét til sín taka í upphafi leiksins eins og hann hafði talað um að gera.
"Ég var bara góður og er sáttur við mig að mestu leyti. Svo fóru dómararnir að taka aðeins af mér en ég er 90 prósent sáttur við minn leik," sagði Ólafur sem var að vonum ánægður með leik liðsins.
"Liðið var frábært. Bjöggi góður og Gaui sterkur þó svo hann hafi verið veikur og ekki getað verið með okkur í morgun. Hann fær því stærra prik en aðrir. Það sýnir líka hversu mikill vilji er í hópnum. Þetta voru gullnir tveir punktar."
Það verður ekki tekið af Ólafi að hann er svipmikill með mottuna. Má vera að íslenska liðið hafi komið þýska liðinu úr jafnvægi með mottunum?
"Það hefur kannski ruglað þá að sjá sjö Heiner Brand inn á vellinum," sagði Ólafur léttur en hann ætlar að vera með mottuna í seinni leiknum á sunnudag.
Óli Stef: Rugluðum þá kannski með mottunum
Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar
Mest lesið





„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti




Úlfarnir í úrslit vestursins
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn