Kjördæmapotarar snupraðir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. febrúar 2011 07:00 Ríkisendurskoðun hefur nú birt skýrslu sína um þjónustusamninga Barnaverndarstofu við einkarekin vistheimili fyrir börn og unglinga. Kveikjan að rannsókninni var umfjöllun Fréttablaðsins um málefni Árbótar í Aðaldal, en fyrir hana voru blaðamennirnir Trausti Hafliðason og Stígur Helgason tilnefndir til blaðamannaverðlauna. Árbótarmálið snerist um greiðslu 30 milljóna króna skaðabóta til eigenda heimilisins eftir að þjónustusamningi var sagt upp. Fréttablaðið dró meðal annars fram að ekki hefði verið leitað álits ríkislögmanns um það hvort skylt væri að borga bæturnar. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að ótvírætt hefði átt að leita til ríkislögmanns: „Ekki á að þurfa að deila um það." Blaðið birti líka tölvupóstsamskipti stjórnmálamanna um Árbótarmálið. Steingrímur J. Sigfússon beitti sér af krafti sem þingmaður Norðausturkjördæmis í þágu umbjóðenda sinna af því að hann óttaðist að „málið spryngi upp fyrir norðan" og hótaði Árna Páli Árnasyni, þáverandi félagsmálaráðherra, því að hann myndi sem fjármálaráðherra ekki taka neinar ákvarðanir sem tengdust barnaverndarmálum fyrr en lausn að hans skapi fyndist í Árbótarmálinu. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði engar áhyggjur af faglegri stjórnsýslu ráðherranna, heldur sagði í tölvupósti að treysta yrði því að Steingrímur kæmi greiðslunni í höfn. Og Árni Páll skrifaði ósköp beygður að hann væri undir þrýstingi frá kjördæmisþingmönnum að borga milljónirnar 30. Um þetta segir Ríkisendurskoðun að mikilvægt sé að sporna við óeðlilegum utanaðkomandi afskiptum stjórnmálamanna og annarra af lausn mála á borð við Árbótarmálið: „Slík afskipti grafa undan faglegum vinnubrögðum og draga úr tiltrú almennings á stjórnsýslunni. Á sama hátt er eðlilegt að ráðherrar forðist afskipti af málsmeðferð og ákvörðunum sem öðrum ráðherrum eru falin nema hinir síðarnefndu óski sérstaklega eftir atbeina þeirra." Vinnubrögðin sem Ríkisendurskoðun snuprar þingmenn og ráðherra fyrir þóttu einu sinni alveg sjálfsögð. Þingmenn hafa vaðið uppi inni á verksviði framkvæmdavaldsins að skipta sér af öllum sköpuðum hlutum, sem þeir telja koma kjördæminu við, í stað þess að setja reglurnar og fylgjast svo með því að eftir þeim sé farið. Aðhald stjórnarandstöðu með ríkisstjórn hefur farið fyrir lítið þegar þingmenn kjördæmisins þurfa að taka höndum saman eins og í Árbótarmálinu. Ráðherrar hafa misbeitt valdi sínu í þágu umbjóðenda heima í kjördæmi. Vinnubrögðin í Árbótarmálinu eru ekkert einsdæmi, en vegna kröfu um faglega og hlutlæga stjórnsýslu þykja þau ekki eðlileg lengur. Ástæða þess að þau komust í dagsljósið að þessu sinni var að fjölmiðill gat birt óvenjulega ýtarleg gögn um afskipti stjórnmálamanna af því sem kom þeim ekki við. Vonandi verða viðbrögðin við skýrslu Ríkisendurskoðunar raunveruleg bót á vinnubrögðum, en ekki bara að þingmenn og ráðherrar passi sig betur á því hvað þeir setja í tölvupóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Ríkisendurskoðun hefur nú birt skýrslu sína um þjónustusamninga Barnaverndarstofu við einkarekin vistheimili fyrir börn og unglinga. Kveikjan að rannsókninni var umfjöllun Fréttablaðsins um málefni Árbótar í Aðaldal, en fyrir hana voru blaðamennirnir Trausti Hafliðason og Stígur Helgason tilnefndir til blaðamannaverðlauna. Árbótarmálið snerist um greiðslu 30 milljóna króna skaðabóta til eigenda heimilisins eftir að þjónustusamningi var sagt upp. Fréttablaðið dró meðal annars fram að ekki hefði verið leitað álits ríkislögmanns um það hvort skylt væri að borga bæturnar. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að ótvírætt hefði átt að leita til ríkislögmanns: „Ekki á að þurfa að deila um það." Blaðið birti líka tölvupóstsamskipti stjórnmálamanna um Árbótarmálið. Steingrímur J. Sigfússon beitti sér af krafti sem þingmaður Norðausturkjördæmis í þágu umbjóðenda sinna af því að hann óttaðist að „málið spryngi upp fyrir norðan" og hótaði Árna Páli Árnasyni, þáverandi félagsmálaráðherra, því að hann myndi sem fjármálaráðherra ekki taka neinar ákvarðanir sem tengdust barnaverndarmálum fyrr en lausn að hans skapi fyndist í Árbótarmálinu. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði engar áhyggjur af faglegri stjórnsýslu ráðherranna, heldur sagði í tölvupósti að treysta yrði því að Steingrímur kæmi greiðslunni í höfn. Og Árni Páll skrifaði ósköp beygður að hann væri undir þrýstingi frá kjördæmisþingmönnum að borga milljónirnar 30. Um þetta segir Ríkisendurskoðun að mikilvægt sé að sporna við óeðlilegum utanaðkomandi afskiptum stjórnmálamanna og annarra af lausn mála á borð við Árbótarmálið: „Slík afskipti grafa undan faglegum vinnubrögðum og draga úr tiltrú almennings á stjórnsýslunni. Á sama hátt er eðlilegt að ráðherrar forðist afskipti af málsmeðferð og ákvörðunum sem öðrum ráðherrum eru falin nema hinir síðarnefndu óski sérstaklega eftir atbeina þeirra." Vinnubrögðin sem Ríkisendurskoðun snuprar þingmenn og ráðherra fyrir þóttu einu sinni alveg sjálfsögð. Þingmenn hafa vaðið uppi inni á verksviði framkvæmdavaldsins að skipta sér af öllum sköpuðum hlutum, sem þeir telja koma kjördæminu við, í stað þess að setja reglurnar og fylgjast svo með því að eftir þeim sé farið. Aðhald stjórnarandstöðu með ríkisstjórn hefur farið fyrir lítið þegar þingmenn kjördæmisins þurfa að taka höndum saman eins og í Árbótarmálinu. Ráðherrar hafa misbeitt valdi sínu í þágu umbjóðenda heima í kjördæmi. Vinnubrögðin í Árbótarmálinu eru ekkert einsdæmi, en vegna kröfu um faglega og hlutlæga stjórnsýslu þykja þau ekki eðlileg lengur. Ástæða þess að þau komust í dagsljósið að þessu sinni var að fjölmiðill gat birt óvenjulega ýtarleg gögn um afskipti stjórnmálamanna af því sem kom þeim ekki við. Vonandi verða viðbrögðin við skýrslu Ríkisendurskoðunar raunveruleg bót á vinnubrögðum, en ekki bara að þingmenn og ráðherrar passi sig betur á því hvað þeir setja í tölvupóst.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun