Gilles Ondo, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur byrjað vel með norska liðinu Stabæk og í gær skoraði hann þrennu í 5-0 sigri liðsins í æfingaleik gegn sænska liðinu GAIS. Ondo hefur skorað alls sjö mörk fyrir Stabæk á undirbúningstímabilinu og samvinna hans við íslenska landsliðsframherjann Veigar Pál Gunnarsson hefur vakið athygli.
Veigar skoraði eitt marka Stabæk sem hefur enn ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu.
Ondo segir í viðtali við Nettavisen.no að það munurinn á íslensku og norsku deildinni sé töluverður. „Það eru fleiri góðir leikmenn í norsku liðunum,“ sagði Ondo en vinnusemi hans í framlínunni hefur vakið athygli Norðmanna. „Ég er fljótur, vinnusamur og get skorað mörk,“ bætti Ondi við þegar hann var beðinn um að lýsa helstu eiginleikum sínum í viðtalinu.
Ondo og Veigar ná vel saman í framlínu Stabæk
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
