Veigar Páll Gunnarsson átti mjög góðan leik með Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara í 2-1 sigri á Aalesund. Hann var valinn besti maður vallarins í flestu norsku miðlunum.
Kjetil Rekdal, þjálfari Aalesund, hrósaði veigari fyrir markið hans sem má sjá hér. Veigar Páll fór þá skemmtilega í gegnum vörn Aalesund-liðsins og skoraði með laglegu vinstri fótar skoti.
„Voru þetta ekki sex leikmenn sem hann fór framhjá áður en hann skoraði. Veigar á allt hrós skilið en það er einmitt í þessum kringumstæðum sem mitt lið þarf að sýna meiri hörku og þroska á útivelli. Kannski erum við bara ekki betra en þetta," sagði Kjetil Rekdal.
Veigar Páll hefur farið á kostum að undanförnu með Stabæk en í undanförnum tólf leikjum hefur hann skorað 9 mörk og átt 7 stoðsendingar. Veigari tókst hinsvegar ekki að skora í fyrstu níu leikjum sínum á tímabilinu eftir að hafa komið til baka frá Nancy.
Rekdal um mark Veigars í gær: Fór hann ekki framhjá sex mönnum?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



