Renault kynnti Kubica og Petrov 31. janúar 2010 16:39 Nýir liðsmenn Renault. Robert Kubica og Vitaly Petrov. Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov. Petrov er fyrsti Rússinn sem keppir í Fornúlu 1. "Upphaf keppnistímabils er alltaf þrungið eftirvæntingu og þetta á sérstakelga við um 2010 tímabilið", sagði Eric Boullier sem er nýr framkvæmdarstjóri Renault liðsins. "Við erum með nýtt skipulag hjá liðinu, nýja ökumenn og í nýjum litum. Það er margt sem er vert að vera spenntur yfir og tilhlökkun fyrir nýja tímabilinu." "Það er aldrei auðvelt að setja sér markmið, en það er metnaður í gangi og við viljum komast í fremstu röð. Það mun ekki gerast á einni nóttu og við tökum eitt skref í einu." "Nýji R30 bíllinn ætti að verða samkeppnisfær, sterkur og áreiðanlegur og við hönnuðum hann á framsækinn hátt. Við höfum ekki gleymt hvernig á að vinna í Formúlu 1", sagði Bouillierl. Petrov er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fær með Renault. "Ég hlakka mjög til að keyra á götubrautum og í blautum. Ég byrjaði ferill minn í rallakstri og ísakstri og kann því vel við mig á hálu undirlagi. Ég vann mitt fyrsta GP2 mót í Valencia, þegar ég hóf keppni á þurrdekkjum á rakri brautinni. Ég á þó eftir að sjá hvernig Formúlu 1 bíll virkar í bleytu", sagði Petrov. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov. Petrov er fyrsti Rússinn sem keppir í Fornúlu 1. "Upphaf keppnistímabils er alltaf þrungið eftirvæntingu og þetta á sérstakelga við um 2010 tímabilið", sagði Eric Boullier sem er nýr framkvæmdarstjóri Renault liðsins. "Við erum með nýtt skipulag hjá liðinu, nýja ökumenn og í nýjum litum. Það er margt sem er vert að vera spenntur yfir og tilhlökkun fyrir nýja tímabilinu." "Það er aldrei auðvelt að setja sér markmið, en það er metnaður í gangi og við viljum komast í fremstu röð. Það mun ekki gerast á einni nóttu og við tökum eitt skref í einu." "Nýji R30 bíllinn ætti að verða samkeppnisfær, sterkur og áreiðanlegur og við hönnuðum hann á framsækinn hátt. Við höfum ekki gleymt hvernig á að vinna í Formúlu 1", sagði Bouillierl. Petrov er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fær með Renault. "Ég hlakka mjög til að keyra á götubrautum og í blautum. Ég byrjaði ferill minn í rallakstri og ísakstri og kann því vel við mig á hálu undirlagi. Ég vann mitt fyrsta GP2 mót í Valencia, þegar ég hóf keppni á þurrdekkjum á rakri brautinni. Ég á þó eftir að sjá hvernig Formúlu 1 bíll virkar í bleytu", sagði Petrov.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira