Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum.
Í frétt um málið í Politiken segir að fyrstu niðurstöður rannsókna staðfesti að um tvær gerðir af olíu sé að ræða. Sjálfstæðar rannsóknarstofur í Bretlandi séu nú að rannsaka olíufundinn nánar.
Bill Gammel forstjóri Cairns segir að tilvist olíu og gas á leitarsvæði þeirra sé mjög jákvætt fyrir félagið.