Landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 2,2% á öðrum fjórðungi ársins.
Þetta er mesti hagvöxtur á ársfjórðungi í 20 ár, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Þýskalands. Ástæða hagvaxtarins er rakin til aukins útflutnings. Á sama tímabili var um eitt prósent meðalhagvöxtur á evrusvæðinu.
Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 0,6% á öðrum fjórðungi ársins, dróst örlítið saman frá fyrsta ársfjórðungi, en þá var hann 0,9%.

