Handbolti

U18 ára landsliðið tapaði fyrir Tékkum og lenti í tólfta sæti

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Geir Guðmundsson, í svörtu, var markahæstur í síðasta leiknum.
Geir Guðmundsson, í svörtu, var markahæstur í síðasta leiknum. Heimasíða Akureyrar.
U18 ára landslið Íslands í handbolta tapaði fyrir Tékkum á Heimsmeistaramótinu í dag og hafnar því í tólfta sætinu þegar upp er staðið.

Lokatölur voru 32-30 en staðan í hálfleik 18-13.

Á heimasíðu HSÍ segir að Tékkar hafi verið miklu betri í fyrri hálfleik en íslenska liðið hafi tekið sig saman í andlitinu í þeim seinni.

Staðan var 31-30 þegar hálf mínúta var eftir en Tékkar skoruðu síðasta markið.

Mörk Íslands í dag:

Geir Guðmundsson 10, Rúnar Kristmannsson 5, Guðmundur Helgason 4, Pétur Júníusson 4, Leó Pétursson 4, Ísak Rafnsson 2 og Víglundur Þórsson 1. Brynjar Darri Baldursson stóð vaktina í markinu og varði 16 skot. Geir Guðmundsson var valinn maður leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×