Rússneskir peningar að baki kaupanna á Saab 19. febrúar 2010 10:49 Nú er komið í ljós að það voru peningar frá Rússanum Vladimir Antonov sem voru að baki kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Antonov er grunaður er um náin tengsl við rússnesku mafíuna og talið var að sænsk stjórnvöld ásamt bandarísku alríkislögreglunni FBI hefðu komið í veg fyrir aðkomu hans að kaupunum á Saab. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni var það banki í eigu Antonov Group sem fjármagnaði kaup Spyker á Saab með 25 milljón dollara láni. Sjálfur segir Antonov að General Motors fyrrum eigandi Saab, sænsk stjórnvöld og Evrópski þróunarbankinn hafi ætíð vitað að hann hafi staðið að baki þessarar lánveitingar. Í tilefni af þessu rifjar viðskiptavefurinn e24.se upp forsögu þess að Antonov var „útilokaður" frá kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Það var gert á grundvelli skýrslu sem sænska öryggislögreglan hafði samið í fyrra um tengsl Antonov við rússnesku mafíunna. Antonov er grunaður um að hafa staðið í umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mafíuna. Þessari skýrslu var komið í hendurnar á FBI sem staðreyndi hana. Eftir það hafði FBI samband við General Motors og bannaði fyrirtækinu að eiga viðskipti við Antonov. General Motors hættu því samningaviðræðum við Antonov í desember s.l. Í framhaldi af því seldi Antonov hlut sinn í Saab til Victor Müller forstjóra Spyker sem síðan keypti Saab. Banki í eigu Antonov fjármagnaði kaupin á hlutnum. „Þannig að þrátt fyrir að Saab-samningurinn innihaldi ákvæði sem banni eignaraðild Antonov er hann vissulega í slíkri stöðu nú," segir í umfjöllun e24.se. Sænsk stjórnvöld vilja ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að talsmaður sænska viðskiptaráðuneytisins segir að þeir viti vel hver sé skráður eigandi Saab. „Það er ekki í okkar verkahring að tjá okkur um fjármögnunina á kaupunum," segir talsmaðurinn. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nú er komið í ljós að það voru peningar frá Rússanum Vladimir Antonov sem voru að baki kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Antonov er grunaður er um náin tengsl við rússnesku mafíuna og talið var að sænsk stjórnvöld ásamt bandarísku alríkislögreglunni FBI hefðu komið í veg fyrir aðkomu hans að kaupunum á Saab. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni var það banki í eigu Antonov Group sem fjármagnaði kaup Spyker á Saab með 25 milljón dollara láni. Sjálfur segir Antonov að General Motors fyrrum eigandi Saab, sænsk stjórnvöld og Evrópski þróunarbankinn hafi ætíð vitað að hann hafi staðið að baki þessarar lánveitingar. Í tilefni af þessu rifjar viðskiptavefurinn e24.se upp forsögu þess að Antonov var „útilokaður" frá kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Það var gert á grundvelli skýrslu sem sænska öryggislögreglan hafði samið í fyrra um tengsl Antonov við rússnesku mafíunna. Antonov er grunaður um að hafa staðið í umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mafíuna. Þessari skýrslu var komið í hendurnar á FBI sem staðreyndi hana. Eftir það hafði FBI samband við General Motors og bannaði fyrirtækinu að eiga viðskipti við Antonov. General Motors hættu því samningaviðræðum við Antonov í desember s.l. Í framhaldi af því seldi Antonov hlut sinn í Saab til Victor Müller forstjóra Spyker sem síðan keypti Saab. Banki í eigu Antonov fjármagnaði kaupin á hlutnum. „Þannig að þrátt fyrir að Saab-samningurinn innihaldi ákvæði sem banni eignaraðild Antonov er hann vissulega í slíkri stöðu nú," segir í umfjöllun e24.se. Sænsk stjórnvöld vilja ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að talsmaður sænska viðskiptaráðuneytisins segir að þeir viti vel hver sé skráður eigandi Saab. „Það er ekki í okkar verkahring að tjá okkur um fjármögnunina á kaupunum," segir talsmaðurinn.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira