Ríkislögmaður Dana glímir við vændiskonur án árangurs 4. janúar 2010 14:30 Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri. Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum. Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða. Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri. Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum. Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða. Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira