Elísabet Gunnarsdóttir og stelpurnar hennar í Kristianstad mátti þola stórt tap á heimavelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í dag. Linköping vann leikinn 5-0 og komst þar með aftur upp í 3. sæti deildarinnar.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstad í leiknum en Guðný var tekin útaf á 62. mínútu og Margrét Lára fór útaf á 78. mínútu. Erla Steina spilaði hinsvegar allan leikinn.
Kristianstad átti möguleika á því með sigri að tryggja sér áttunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi en eftir þetta tap eiga Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar hennar í Djurgården möguleika á að taka 8. sætið af Kristianstad-liðinu.
Kristianstad steinlá á heimavelli á móti Linköping
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn
