Gjöfum rignir yfir gulldrengina á Wall Street í ár 12. október 2010 08:59 Aftur í ár eiga gulldrengir og stúlkur í bönkunum á Wall Street von á bónusum og launauppbótum sem slá munu metið í þessum aukasposlum sem sett var í fyrra. Samkvæmt úttekt Wall Street Journal mun bónusupphæðin í ár nema um 144 milljörðum dollara eða rúmum 16.000 milljörðum kr. Úttekt Wall Street Journal nær til 35 banka og fjármálafyrirtækja á Wall Street og kemur fram að bónusarnir í ár verða 4% hærri en þeir urðu í fyrra þegar þeir námu 139 milljörðum dollara. Athyglisvert er að í 29 af þessum 35 bönkum og fyrirtækjum reikna menn með að vöxtur þeirra verði nokkuð minni en nemur hækkuninni á bónusunum milli ára. Búiast er við að tekjurnar á Wall Street muni vaxa um 3%. Til eru undantekningar á þessari gjafaveislu. Þannig ætlar Citigroup að lækka laun og bónusa um 8% milli ára þrátt fyrir að tekjurnar hafi vaxið um 4%. Þess ber að geta að ríkissjóður Bandaríkjanna á enn 12% í Citigroup. Þessu er öfugt farið hjá Goldman Sachs. Þar reikna menn með að tekjurnar muni minnka um 13,5% en samt sem áður á að auka bónusa og laun starfsmanna um 4%. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Aftur í ár eiga gulldrengir og stúlkur í bönkunum á Wall Street von á bónusum og launauppbótum sem slá munu metið í þessum aukasposlum sem sett var í fyrra. Samkvæmt úttekt Wall Street Journal mun bónusupphæðin í ár nema um 144 milljörðum dollara eða rúmum 16.000 milljörðum kr. Úttekt Wall Street Journal nær til 35 banka og fjármálafyrirtækja á Wall Street og kemur fram að bónusarnir í ár verða 4% hærri en þeir urðu í fyrra þegar þeir námu 139 milljörðum dollara. Athyglisvert er að í 29 af þessum 35 bönkum og fyrirtækjum reikna menn með að vöxtur þeirra verði nokkuð minni en nemur hækkuninni á bónusunum milli ára. Búiast er við að tekjurnar á Wall Street muni vaxa um 3%. Til eru undantekningar á þessari gjafaveislu. Þannig ætlar Citigroup að lækka laun og bónusa um 8% milli ára þrátt fyrir að tekjurnar hafi vaxið um 4%. Þess ber að geta að ríkissjóður Bandaríkjanna á enn 12% í Citigroup. Þessu er öfugt farið hjá Goldman Sachs. Þar reikna menn með að tekjurnar muni minnka um 13,5% en samt sem áður á að auka bónusa og laun starfsmanna um 4%.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent