Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason er búinn að gera þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg en þetta kemur fram á vef Tipsblaðsins í Danmörku. Arnór kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Heerenveen var runninn út.
Arnór hefur leikið 8 landsleiki fyrir A-landslið Íslands en hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigrunum á Andorra um daginn. Arnór var mikið meiddur á síðasta tímabili en var í byrjunarliði landsliðsins í þremur landsleikjum áður en hann meiddist.
Arnór hefur spilað með hollenska liðinu Heerenveen frá árinu 2004 en fékk ekki áframhaldandi samning við liðið. Arnór spilar sem framherji eða sóknarmiðjumaður og var vinsæll hjá stuðningsmönnum Heerenveen sem voru óánægðir að félagið framlengdi ekki við hann samninginn.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson er einnig á málum hjá Esbjerg en fékk lítið að spreyta sig og var í vetur í láni hjá enska liðinu Reading.
Arnór búinn að gera þriggja ára samning við Esbjerg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti