Birkir Bjarnason skoraði í fjórða leik sínum í röð með norska úrvalsdeildarfélaginu Viking.
Viking vann í dag sigur á Brodd á útivelli í 1. umferð norsku bikarkeppninnar, 2-0, og skoraði Birkir fyrra mark leiksins.
Hann hafði skorað í þremur úrvalsdeildarleikjum í röð þar á undan en allir þessir leikir fóru fram í maí.
Þá skoraði Veigar Páll Gunnarsson síðasta mark Stabæk sem vann 12-1 sigur á Höland á útivelli. Veigar Páll kom inn á sem varamaður á 89. mínútu og skoraði þremur mínútum síðar.