Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2010 12:15 Mynd/www.meistaradeildvis.is Knapar og gæðingar mun sýna listir sínar á Miklatúni í dag þegar Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum verður formlega sett af stað. Kynningarfundur deildarinnar hefst klukkan 14:00 á Kjarvalsstöðum við Miklatún. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands Hestamannafélaga mun formlega setja Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum 2010 og Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS mun undirrita samning um áframhaldandi stuðning við deildina en VÍS hefur stutt vel við uppbyggingu hennar síðastliðin 4 ár. Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er mótaröð sjö móta með hálfs mánaðar millibili frá 28. janúar fram í lok apríl. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer í Ölfushöllinni fram annað hvert fimmtudagskvöld. Meistaradeild í hestaíþróttum er rekin af félagi áhugamanna með sama nafni og studd af Félagi hrossabænda og Landssambandi hestamannafélaga. Hestar Stangveiði Mest lesið Veiðisaga úr Úlfljótsvatni Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Mögnuð vorveiði í Varmá Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði
Knapar og gæðingar mun sýna listir sínar á Miklatúni í dag þegar Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum verður formlega sett af stað. Kynningarfundur deildarinnar hefst klukkan 14:00 á Kjarvalsstöðum við Miklatún. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands Hestamannafélaga mun formlega setja Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum 2010 og Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS mun undirrita samning um áframhaldandi stuðning við deildina en VÍS hefur stutt vel við uppbyggingu hennar síðastliðin 4 ár. Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er mótaröð sjö móta með hálfs mánaðar millibili frá 28. janúar fram í lok apríl. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer í Ölfushöllinni fram annað hvert fimmtudagskvöld. Meistaradeild í hestaíþróttum er rekin af félagi áhugamanna með sama nafni og studd af Félagi hrossabænda og Landssambandi hestamannafélaga.
Hestar Stangveiði Mest lesið Veiðisaga úr Úlfljótsvatni Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Mögnuð vorveiði í Varmá Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði