Helstu hlutabréfavísitölur í heiminum hafa fallið undanfarinn sólarhring. Ástæðan er rakin til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því að skuldastaða Grikklands muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir alþjóðahagkerfið.
Nikkei vísitalan í Japan féll um 4,1% í viðskiptum í morgun og aðalvísitalan í Ástralíu lækkaði um 1,6%. Í gær féll Dow Jones vísitalan um heil 9% áður en hún tók að hækka á ný fyrir lokun markaða.
Þá lækkaði pundið gagnvart bandaríkjadal og evru en sú lækkun er rakin til þingkosninganna í Bretlandi, að því er fram kemur á fréttavef BBC.
