Í tilkynningunni segir að alls hafi NIB lánað út tæpa 2 milljarða evra, eða 348 milljarða kr. á síðasta ári en alls voru 40 lánasamningar gerðir á vegum bankans.
Á árinu þurfti NIB að afskrifa lán upp á 43 milljónir evra sem er nokkuð betri staða en árið 2008 þegar bankinn þurfi að afskrifa 79 milljónir evra.
Johnny Åkerholm forstjóri NIB segir að afskrifir á árinu hafi verið vel undir stjórn þrátt fyrir mikla efnahagserfiðleika í aðildarlöndum bankans, einkum Eystrasaltslöndunum.
NIB reiknar með að þótt efnahagsástandið muni fara batnandi meðal aðildarlanda bankans en verða samt erfitt áfram. Því reiknar bankinn með því að áfram verði mikil eftirspurn eftir lánum frá honum.