Íslensk fiskhausaþurrkun skapar störf í Nova Scotia 7. febrúar 2010 10:00 Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Chronicle Herald en um er að ræða íslenska eignarhaldsfélagið JHS Group Companies sem stofnað hefur JHS FishProducts Canada Inc. utan um þessa fiskhausaþurrkun. Fyrir rekur JHS Group fiskvinnslufyrirtækið JHS FishProducts Ltd. of England í Bretlandi. Helgi Már Stefánsson verður forstjóri JHS FishProducts Canada Inc. og hefur hann þegar flutt til Yarmoth frá Íslandi með fjölskyldu sína. Hann segir í samtali við Chronicle Herald að starfsemin hefjist í mars n.k. og að áætluð mánaðarvelta fyrirtækisins muni nema um 640.000 kanadadollurum eða rúmlega 80 milljónum kr. „Við munum skapa mikið af störfum á svæðinu með þessari starfsemi," segir Helgi Már. Fyrir utan fyrrgreint lán mun lánastofnunin Nova Scotia Business Inc. leggja fyrirtækinu til afslátt á launum og launatengdum gjöldum að hámarki 390.000 kanadadollurum á næstu fimm árum Það var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nova Scotia, Sterling Belliveau, sem greindi frá þessum fyrirætlunum nú fyrir helgina. „JHS FishProducts er skínandi dæmi um fyrirtæki sem notar skapandi nálgun til að draga úr úrgangi, byggja upp rekstur og skapa störf í héraði okkar. Við erum stolt af þessari samvinnu," segir ráðherrann. Fram kemur í fréttinni að þurrkaðir fiskhausar séu verðmæt og vinsæl vara í Afríku, einkum Nígeríu og í sumum Evrópulöndum. JHS FishProducts noti hráefni sem annars er hent í Norður-Ameríku og breyti því í þurrkaðar afurðir sem séu ríkar af omega-3 fitusýrum. Hráefnið eru þorsk- og ýsuhausar og er áætlað að um 60% af því komi frá Nova Scotia en afgangurinn verði fluttur inn. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Chronicle Herald en um er að ræða íslenska eignarhaldsfélagið JHS Group Companies sem stofnað hefur JHS FishProducts Canada Inc. utan um þessa fiskhausaþurrkun. Fyrir rekur JHS Group fiskvinnslufyrirtækið JHS FishProducts Ltd. of England í Bretlandi. Helgi Már Stefánsson verður forstjóri JHS FishProducts Canada Inc. og hefur hann þegar flutt til Yarmoth frá Íslandi með fjölskyldu sína. Hann segir í samtali við Chronicle Herald að starfsemin hefjist í mars n.k. og að áætluð mánaðarvelta fyrirtækisins muni nema um 640.000 kanadadollurum eða rúmlega 80 milljónum kr. „Við munum skapa mikið af störfum á svæðinu með þessari starfsemi," segir Helgi Már. Fyrir utan fyrrgreint lán mun lánastofnunin Nova Scotia Business Inc. leggja fyrirtækinu til afslátt á launum og launatengdum gjöldum að hámarki 390.000 kanadadollurum á næstu fimm árum Það var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nova Scotia, Sterling Belliveau, sem greindi frá þessum fyrirætlunum nú fyrir helgina. „JHS FishProducts er skínandi dæmi um fyrirtæki sem notar skapandi nálgun til að draga úr úrgangi, byggja upp rekstur og skapa störf í héraði okkar. Við erum stolt af þessari samvinnu," segir ráðherrann. Fram kemur í fréttinni að þurrkaðir fiskhausar séu verðmæt og vinsæl vara í Afríku, einkum Nígeríu og í sumum Evrópulöndum. JHS FishProducts noti hráefni sem annars er hent í Norður-Ameríku og breyti því í þurrkaðar afurðir sem séu ríkar af omega-3 fitusýrum. Hráefnið eru þorsk- og ýsuhausar og er áætlað að um 60% af því komi frá Nova Scotia en afgangurinn verði fluttur inn.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira