BIS: Þjóðarskuldir eru komnar á suðupunktinn 9. apríl 2010 14:27 Áhættan sem BIS sér fyrir augum sínum er fólgin í miklum hækkunum á vöxtum og álagi á ríkisskuldabréfum þar sem fjárfestar eru nú þegar að drukkna í þessum pappírum Forráðmenn Alþjóða greiðslumiðlunarbankans (BIS) í Basel eru ekki að skafa af hlutunum. Þeir segja að þjóðarskuldir séu nú að skríða yfir hættumörkin hjá Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og flestum þjóðum í Vestur Evrópu. Afleiðingin gæti orðið skuldabréfakreppa í miðju alþjóðlega hagkerfinu.„Eftirmáli fjármálakreppunnar er um það bil að koma bullandi fjárhagsvandamáli í hagkerfum iðnaðarþjóðanna á suðupunktinn," segir í áliti BIS en fjallað er um málið í blaðinu Telegraph. „Gífurlegs niðurskurðar er þörf til að koma í veg fyrir vaxtahækkanir, ef það er ekki þegar of seint fyrir sumar þjóðir."Áhættan sem BIS sér fyrir augum sínum er fólgin í miklum hækkunum á vöxtum og álagi á ríkisskuldabréfum þar sem fjárfestar eru nú þegar að drukkna í þessum pappírum. „Skuldabréfamiðlarar eru þekktir fyrir skammsýni sína og telja að þeir geti komist í skjól áður en stormurinn skellur á," segir Stephen Cecchetti aðalhagfræðingur BIS í áliti sem ber heitið „Framtíð opinberra skulda".Cecchetti segir að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær markaðurinn fer að þrýsta á ríkisstjórnir um að fá meira í sinn hlut fyrir að halda á sífellt stækkandi þjóðarskuldum þ.e. ríkisskuldabréfum. Cecchetti segir að hættan sé á að óstöðvandi spírall fari í gang þar sem hækkandi vextir kalli á aukna útgáfu skuldabréfa sem kalli á enn hærri vexti o.sv.fr.Bretland fær það óþvegið í áliti Cecchetti. Landið gæti hafa siglt inn í kreppuna með litlar opinberar skuldir en það svigrúm hefur verið notað og sú þróun hefur leitt í ljós hve opinber reikningsskil eru rotin í Bretlandi. Fram kemur að stór hætta sé á að opinbera skuldir Bretlands verði stjórnlausar.Áætlað er að bara vaxtagreiðslur af opinberum skuldum Bretlands muni vaxa úr núverandi 5% af landsframleiðslu landsins upp í 10% innan tíu ára og að árið 2040 verði þessar afborganir orðnar 27% af landsframleiðslunni. Grikkir eiga betri framtíð fyrir sér hvað þetta varðar og Ítalir eru hreinir englar í samanburðinum.Niðurskurður hjá hinu opinbera er besta og einfaldasta leiðin til að berjast gegn of mikilli skuldsetningu. BIS segir að áætlanir núverandi stjórnar Bretlands um að draga úr umsvifum hins opinbera um 1,3% af landsframleiðslu á ári næstu þrjú árin dugi hvergi nærri til. Nær væri að taka Spán til fyrirmyndar sem ætlar að skera fjárlagahalla sinn úr 11,4% og niður í 3% á sama tímabili. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Forráðmenn Alþjóða greiðslumiðlunarbankans (BIS) í Basel eru ekki að skafa af hlutunum. Þeir segja að þjóðarskuldir séu nú að skríða yfir hættumörkin hjá Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og flestum þjóðum í Vestur Evrópu. Afleiðingin gæti orðið skuldabréfakreppa í miðju alþjóðlega hagkerfinu.„Eftirmáli fjármálakreppunnar er um það bil að koma bullandi fjárhagsvandamáli í hagkerfum iðnaðarþjóðanna á suðupunktinn," segir í áliti BIS en fjallað er um málið í blaðinu Telegraph. „Gífurlegs niðurskurðar er þörf til að koma í veg fyrir vaxtahækkanir, ef það er ekki þegar of seint fyrir sumar þjóðir."Áhættan sem BIS sér fyrir augum sínum er fólgin í miklum hækkunum á vöxtum og álagi á ríkisskuldabréfum þar sem fjárfestar eru nú þegar að drukkna í þessum pappírum. „Skuldabréfamiðlarar eru þekktir fyrir skammsýni sína og telja að þeir geti komist í skjól áður en stormurinn skellur á," segir Stephen Cecchetti aðalhagfræðingur BIS í áliti sem ber heitið „Framtíð opinberra skulda".Cecchetti segir að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær markaðurinn fer að þrýsta á ríkisstjórnir um að fá meira í sinn hlut fyrir að halda á sífellt stækkandi þjóðarskuldum þ.e. ríkisskuldabréfum. Cecchetti segir að hættan sé á að óstöðvandi spírall fari í gang þar sem hækkandi vextir kalli á aukna útgáfu skuldabréfa sem kalli á enn hærri vexti o.sv.fr.Bretland fær það óþvegið í áliti Cecchetti. Landið gæti hafa siglt inn í kreppuna með litlar opinberar skuldir en það svigrúm hefur verið notað og sú þróun hefur leitt í ljós hve opinber reikningsskil eru rotin í Bretlandi. Fram kemur að stór hætta sé á að opinbera skuldir Bretlands verði stjórnlausar.Áætlað er að bara vaxtagreiðslur af opinberum skuldum Bretlands muni vaxa úr núverandi 5% af landsframleiðslu landsins upp í 10% innan tíu ára og að árið 2040 verði þessar afborganir orðnar 27% af landsframleiðslunni. Grikkir eiga betri framtíð fyrir sér hvað þetta varðar og Ítalir eru hreinir englar í samanburðinum.Niðurskurður hjá hinu opinbera er besta og einfaldasta leiðin til að berjast gegn of mikilli skuldsetningu. BIS segir að áætlanir núverandi stjórnar Bretlands um að draga úr umsvifum hins opinbera um 1,3% af landsframleiðslu á ári næstu þrjú árin dugi hvergi nærri til. Nær væri að taka Spán til fyrirmyndar sem ætlar að skera fjárlagahalla sinn úr 11,4% og niður í 3% á sama tímabili.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira