Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK unnu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en með sigrinum fór AIK úr þriðja neðsta sæti deildarinnar upp í það níunda.
Helgi Valur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu leiksins en sigurmark AIK kom síðan úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok.
Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson léku allan leikinn með GAIS, Hallgrímur sem miðvörður en Eyjólfur inn á miðri miðjunni.
Helgi Valur og félagar fengu mikilvæg stig í Íslendingaslagnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti