Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Kristianstad 2-2 jafntefli á móti Jitex á útivelli í sænska kvennafótboltanum í dag þegar hún jafnaði leikinn 22 mínútum fyrir leikslok með sínu öðru marki í leiknum.
Þetta var í annað skiptið sem Margrét Lára jafnaði metin í leiknum en hún skoraði fyrra markið á 40. mínútu og kvittaði þá fyrir fyrra mark Jitex sem kom fjórum mínútum áður.
Margrét Lára lék allan leikinn eins og þær Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir en Katrín Ómarsdóttir kom inn á sem varamaður á 62. mínútu eða átta mínútum eftir að Jitex komst í 2-1.
Þóra Björg Helgadóttir og félagar eru áfram á toppnum eftir 2-1 útisigur á Sunnanå. Þóra var allan tímann í markinu og fékk aðeins á sig sitt annað mark í sjö leikum.
Margrét Lára skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
