Handbolti

Júlíus búinn að velja 19 manna hóp fyrir EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Rakel Dögg Bragadóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/Valli

Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur valið 19 leikmenn til að taka þátt í æfingum vegna æfingamóts í Noregi daganna 25.-29. nóvember.

Þessi hópur mun einnig taka þátt í lokakeppni EM í Danmörku sem fram fer daganna 6.- 19. desember nema að fækkað verður í hópnum niður í 16 leikmenn áður en farið verður á EM.

Ísland mætir Noregi, Danmörku og Serbíu í æfingamótinu í Noregi en mótherjar liðsins í riðlinum á EM eru síðan Króatía, Svartfjallaland pg Rússland.

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Þorgerður Anna Atladóttir, Sunna María Einarsdóttir, Solveig Lára Kjærnested og Elísabet Gunnarsdóttir voru ekki með íslenska liðinu þegar liðið tryggði sér sæti á EM síðasta vor.



Landsliðshópur Júlíusar er svona:

Markverðir:

Berglind Íris Hansdóttir Fredrikstad BK

Guðrún Ósk Maríasdóttir Fylkir

Íris Björk Símonardóttir Fram

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Valur

Arna Sif Pálsdóttir Team Esbjerg

Ásta Birna Gunnardóttir Fram

Elísabet Gunnarsdóttir Stjarnan

Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stjarnan

Harpa Sif Eyjólfsdóttir Sparvagen HF

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir Valur

Karen Knútsdóttir Fram

Rakel Dögg Bragadóttir Levanger

Rebekka Rut Skúladóttir Valur

Rut Arnfjörð Jónsdóttir Tvis Holstebro

Solveig Lára Kjærnested Stjarnan

Stella Sigurðardóttir Fram

Sunna Jónsdóttir Fylkir

Sunna María Einarsdóttir Fylkir

Þorgerður Anna Atladóttir Stjarnan








Fleiri fréttir

Sjá meira


×