Real Madrid minnkaði forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig í kvöld.
Madrid vann þá góðan útisigur á Xerez, 0-3.
Öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Alvaro Arbeloa kom Madrid á bragðið en Cristiano Ronaldo bætti svo við tveimur mörkum.
Barcelona getur aukið forskotið á ný í fimm stig á morgun.