Ari Freyr Skúlason fékk að líta rauða spjaldið þegar að lið hans, GIF Sundsvall, tapaði fyrir Hammarby á útivelli, 2-1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Ari fékk að fjúka út af undir lok leiksins, á sama tíma og leikmaður Hammarby. Hannes Þ. Sigurðsson hafði þá komið inn á sem varamaður í liði Sundsvall.
Þá vann Ängelholm 3-1 sigur á Jönköping á útivelli. Heiðar Geir Júlíusson kom inn á sem varamaður hjá fyrrnefnda liðinu í síðari hálfleik.