Samkvæmt yfirliti frá BAA kemur fram að í apríl í fyrra fóru 9 milljónir flugfarþega um flugvelli félagsins en þessi fjöldi minnkaði í 6,9 milljónir í apríl í ár.
Fraktflug um fyrrgreinda flugvelli jókst hinsvegar um 6,2% í apríl þrátt fyrir allar þær truflanir sem urðu á flugi til og frá Bretlandi vegna öskunnar. Gætir þar batnandi efnahags í heiminum almennt.
BAA, sem er í eigu Ferrovial á Spáni, átti til skamms tíma þrjá stærstu flugvelli Bretland en félagið seldi Gatwick í fyrra fyrir 1,5 milljarð punda.