Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12