Það verður Íslendingaslagur í bikarúrslitaleik kvenna í Svíþjóð á morgun þegar Djurgården og Örebro mætast.
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spila með liði Örebro en félagið hefur aldrei orðið bikarmeistari. Edda og Ólína þekkja það hins vegar vel því þær hafa þrisvar orðið bikarmeistarar saman á Íslandi frá árinu 2005.
Guðbjörg Gunnarsdóttir stendur síðan í marki Djurgården en hún varð tvisvar bikarmeistari með Val á sínum tíma.