Fréttaskýring: Ótímabærar fregnir af andláti evrunnar Friðrik Indriðason skrifar 7. júní 2010 10:36 Fréttirnar af andláti evrunnar eru álíka ótímabærar og fréttirnar af andláti rithöfundarins Mark Twain á sinni tíð. Þrátt fyrir að evran hafi fallið um 21% gagnvart dollaranum síðan í fyrra má benda á að hún er enn sterkari en þýska markið sem hún tók við af árið 1999. Hið mikla fall evrunnar gagnvart dollaranum á liðnu ári á sér einkum skýringar í skuldakreppu þeirri sem hrjáir þjóðirnar í suðurhluta Evrópu. Á móti má benda á að fallið kemur þessum þjóðum hvað mest til góða enda dregur það úr þörf þeirra á launalækkunum og eykur tekjur útflutningsgreina, það er þess útflutnings sem fer út úr evrusvæðinu. Evran féll um 2,5% í síðustu viku og fór undir 1,20 á móti dollaranum. Hefur evran ekki verið veikari gagnvart dollar síðan í marsmánuði 2006. Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni er hinsvegar bent á að gengi evrunnar sé ennþá hærra en það var mánudagin 4. janúar 1999 þegar fyrstu viðskipti með þessa mynt áttu sér stað. Skiptar skoðanir eru meðal þungaviktarmanna í efnahagsmálum. Þannig segir Paul Volcker fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna að vaxandi skuldakreppa Evrópuþjóða geti leitt til þess að evrumyndbandalag 16 þjóða leggi upp laupana. Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópubankans er á annarri skoðun og segir að evrann haldi gildi sínu á „merkilegan hátt". Þá hafa sérfræðingar hjá bæði Goldmans Sachs og Morgan Stanley sagt að stjórnvöld á evrusvæðinu taki því fagnandi að evran hefur veikst svo mikið sem raun ber vitni. Slíkt auki verðmæti útflutningsvöru þeirra. Hinn þekkti hagfræðiprófessor Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Roubini segir að áframhaldandi veiking evrunnar niður að pari á við dollarann geti bjargað framtíð hennar. Veik evra muni aðstoða þjóðir á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu að auka samkeppnishæfni sína á nýjan leik. Francois Fillon forsætisráðherra Frakklands er á sömu skoðun og Roubini. „Ég held áfram að segja að ég sé góðar fréttir í núverandi stöðu evrunnar gagnvart dollaranum," segir Fillon. „Við forsetinn (Sarkozy innsk. blm.) höfum sagt árum saman að staða evrunnar gagnvart dollaranum væri ekki í samræmi við raunveruleikann og væri að skaða útflutningsgreinar okkar." Sophia Drossos yfirmaður alþjóðlegra gjaldmiðlaskipta hjá Morgan Stanley segir að evran sé ekki veik. „Það er erfitt fyrir mig að sjá vitið í því að seðlabankastjórar hafi áhyggjur af því að þurfa að styðja við evruna þegar hún er ekki veik ef litið er á raungengi hennar til lengri tíma," segir Drossos. Um evruna gilda nokkuð sömu lögmál og íslensku krónuna þegar kreppir að í efnahagslífinu. Veiking á gjaldmiðlinum styrkir undirstöður útflutningsgreina og gerir lönd samkeppnishæfari á alþjóðamörkuðum. Því er fráleitt að tala um að andlát evrunnar sé framundan eins og haldið var fram í blaðinu Telegraph um helgina. Fáir sem nota evru hafa miklar áhyggjur af því að hún hefur veikst mikið. Flestir telja raunar að veikingin sé hið besta mál í stöðunni. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fréttirnar af andláti evrunnar eru álíka ótímabærar og fréttirnar af andláti rithöfundarins Mark Twain á sinni tíð. Þrátt fyrir að evran hafi fallið um 21% gagnvart dollaranum síðan í fyrra má benda á að hún er enn sterkari en þýska markið sem hún tók við af árið 1999. Hið mikla fall evrunnar gagnvart dollaranum á liðnu ári á sér einkum skýringar í skuldakreppu þeirri sem hrjáir þjóðirnar í suðurhluta Evrópu. Á móti má benda á að fallið kemur þessum þjóðum hvað mest til góða enda dregur það úr þörf þeirra á launalækkunum og eykur tekjur útflutningsgreina, það er þess útflutnings sem fer út úr evrusvæðinu. Evran féll um 2,5% í síðustu viku og fór undir 1,20 á móti dollaranum. Hefur evran ekki verið veikari gagnvart dollar síðan í marsmánuði 2006. Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni er hinsvegar bent á að gengi evrunnar sé ennþá hærra en það var mánudagin 4. janúar 1999 þegar fyrstu viðskipti með þessa mynt áttu sér stað. Skiptar skoðanir eru meðal þungaviktarmanna í efnahagsmálum. Þannig segir Paul Volcker fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna að vaxandi skuldakreppa Evrópuþjóða geti leitt til þess að evrumyndbandalag 16 þjóða leggi upp laupana. Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópubankans er á annarri skoðun og segir að evrann haldi gildi sínu á „merkilegan hátt". Þá hafa sérfræðingar hjá bæði Goldmans Sachs og Morgan Stanley sagt að stjórnvöld á evrusvæðinu taki því fagnandi að evran hefur veikst svo mikið sem raun ber vitni. Slíkt auki verðmæti útflutningsvöru þeirra. Hinn þekkti hagfræðiprófessor Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Roubini segir að áframhaldandi veiking evrunnar niður að pari á við dollarann geti bjargað framtíð hennar. Veik evra muni aðstoða þjóðir á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu að auka samkeppnishæfni sína á nýjan leik. Francois Fillon forsætisráðherra Frakklands er á sömu skoðun og Roubini. „Ég held áfram að segja að ég sé góðar fréttir í núverandi stöðu evrunnar gagnvart dollaranum," segir Fillon. „Við forsetinn (Sarkozy innsk. blm.) höfum sagt árum saman að staða evrunnar gagnvart dollaranum væri ekki í samræmi við raunveruleikann og væri að skaða útflutningsgreinar okkar." Sophia Drossos yfirmaður alþjóðlegra gjaldmiðlaskipta hjá Morgan Stanley segir að evran sé ekki veik. „Það er erfitt fyrir mig að sjá vitið í því að seðlabankastjórar hafi áhyggjur af því að þurfa að styðja við evruna þegar hún er ekki veik ef litið er á raungengi hennar til lengri tíma," segir Drossos. Um evruna gilda nokkuð sömu lögmál og íslensku krónuna þegar kreppir að í efnahagslífinu. Veiking á gjaldmiðlinum styrkir undirstöður útflutningsgreina og gerir lönd samkeppnishæfari á alþjóðamörkuðum. Því er fráleitt að tala um að andlát evrunnar sé framundan eins og haldið var fram í blaðinu Telegraph um helgina. Fáir sem nota evru hafa miklar áhyggjur af því að hún hefur veikst mikið. Flestir telja raunar að veikingin sé hið besta mál í stöðunni.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira