Veigar Páll Gunnarsson hélt að hann hefði bjargaði stigi fyrir Stabæk á heimavelli gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann skoraði fimm mínútum fyrir leikslok en Rosenborg tryggði sér samt sigurinn á lokamínútunni.
Bjarni Ólafur Eiríksson spilaði allan leikinn fyrir Stabæk en Pálmi Rafn Pálmason kom inn á sem varamaður.
Ólafur Örn Bjarnason kom ekkert við sögu hjá Brann sem vann Sandefjord 4-1. Þetta var síðasti leikur hans hjá Brann. Birkir Sævarsson spilaði aftur á móti allan leikinn.
Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason léku báðir með Viking sem tapaði 4-0 fyrir Haugasund.
Árni Gautur Arason átti frábæran leik fyrir Odd Grenland sem vann Stromsgodset 2-0. Hann varði oft á tíðum meistaralega en Árni er á leiðinni frá félaginu í sumar.
Veigar skoraði fyrir Stabæk sem tapaði fyrir Rosenborg - Árni frábær í sigri
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



Ronaldo segir þessum kafla lokið
Fótbolti




Niðurbrotinn Klopp í sjokki
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn