Nokkrir spænskir bankar munu falla á álagsprófi Evrópusambandsins samkvæmt fréttum fjölmiðla þar í landi.
Alls tóku 18 spænskir bankar þátt í prófinu en niðurstöður þess verða birtar eftir lokun markaða í Evrópu í dag.
Alls voru 91 stórbanki í Evrópu álagsprófaðir og áður hefur komið fram að talið er að tveir þýskir bankar muni ekki standast prófið.