Viðskipti Viðsnúningur hefur orðið á rekstri tískuverslanakeðjanna Karen Millen, Oasis, Coast og Warehouse, samkvæmt nýbirtu uppgjöri.
Að sögn dagblaðsins Guardian skilaði Aurora Fashions, sem á verslanirnar og er í eigu skilanefndar Kaupþings, 22,6 milljóna punda hagnaði fyrstu 11 mánuði þessa árs. Það jafngildir tæplega 4,3 milljarða króna hagnaði.
Verslanirnar voru áður í eigu Mosaic Fashions, sem var í eigu Baugs. - áp