Magma Energy skilaði 13,4 milljóna dollara eða rúmlega 1,5 milljarða kr. hagnaði á fyrsta ársfjórðungi rekstrarárs síns en það hófst um mitt sumar. Á sama tímabili í fyrra var tap af rekstri Magma upp á 2,6 milljónir dollara eða um tæplega 300 milljónir kr.
Greint er frá þessu í Winnipeg FreePress. Þar kemur fram að tap Magma í heild á síðasta rekstrarári hafi numið 16,4 milljónum dollara.
Winnipeg FreePress fjallar stuttlega um yfirtöku Magma á HS Orku en í byrjun september s.l. var eignarhluturinn kominn í 98,5%.
Þá er sagt að Magma eigi umtalsverðar eignir í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.