Birkir Bjarnason lagði upp eitt mark í 3-1 sigri Viking á Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Birkir og Indriði Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Viking í kvöld. Birki var skipt af velli á 83. mínútu.
Garðar Jóhannsson var í byrjunarliði Strömsgodset og var tekinn af velli á 62. mínútu.
Viking er í sjöunda sæti deildarinnar með 37 stig en Strömsgodset í því níunda, einnig með 37 stig en með lakara markahlutfall.
Rosenborg er á toppnum með átta stiga forystu á Vålerenga þegar fjórar umferðir eru eftir.
Í Danmörku var Rúrik Gíslason í liði OB sem vann 2-1 sigur á Álaborg í kvöld. OB er í þriðja sæti deildarinnar.