Um fábjánahátt Davíð Þór Jónsson skrifar 6. mars 2010 00:01 Nýlega lýsti þingmaður því yfir að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Fyrrum ritstjóri bætti um betur og taldi alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins vera fábjána. Þetta held ég að sé vanhugsað, mun fleiri ástæður en fábjánaháttur kunni að vera fyrir því að fólk styður Sjálfstæðisflokkinn. Í fyrsta lagi má nefna þá sem eru í framboði fyrir flokkinn. Fábjánaskapur væri að kjósa ekki sjálfan sig. Í öðru lagi má nefna þá sem byggja afkomu sína á frambjóðendum flokksins, börn þeirra, maka og vildarvini. Í þriðja lagi má nefna þá sem eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem fara saman með hagsmunum frambjóðenda flokksins. Þar sem ganga má að því sem vísu að þeir muni fyrst og fremst gæta þeirra á þingi væri fábjánaháttur að kjósa gegn eigin hag. Í fjórða lagi má nefna þá sem byggja afkomu sína á hópi þrjú, um þá gildir hið sama og um hóp tvö. Í fimmta lagi má nefna þá sem eru með frambjóðendur flokksins á launaskrá við að gæta hagsmuna sinna, hvort sem er með bitlingum eða mútum í formi veglegra styrkja til prófkjörsbaráttu og flokksstarfs. Þingmenn flokksins hafa ekki enn brugðist þeirri skyldu sinni að verja kostunaraðila sína með kjafti og klóm og því væri fábjánalegt af þeim að styðja þá ekki til þess áfram. Í sjötta lagi má nefna þá sem eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem fara saman með hagsmunum þeirra sem eru með þingmenn flokksins í rassvasanum. Í sjöunda og áttunda lagi má svo nefna þá sem byggja framfærslu sína á hópum fimm og sex, um þá gildir hið sama og um hópa tvö og fjögur. Í níunda lagi má nefna pólitíska masókista, fólk sem einfaldlega nýtur þess að kveljast og fær nautn út úr óstjórn og spillingu, að sjá efnahagskerfið fuðra upp, atvinnuleysi aukast, Seðlabankann fara á hausinn og gengi krónunnar hrynja. Í tíunda lagi má nefna pólitíska sadista, þá sem hata land og þjóð og vilja hvoru tveggja allt hið versta. Um þá gildir hið sama og um hóp níu, hvatirnar eru bara aðrar. Að öllu samanlögðu ætti að vera ljóst að mun fleiri ástæður en fábjánaháttur eru fyrir því að kjósa hið undarlega samkrull hreinræktaðrar hagsmunagæslu fyrir íslenska útgerðarólígarka annars vegar og hins vegar skipulagðrar hvítflibbaglæpastarfsemi sem á Íslandi starfar í dulargervi stjórnmálahreyfingar og kallast Sjálfstæðisflokkurinn. Að vísu skal viðurkennt að hún er líklega langalgengust þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun
Nýlega lýsti þingmaður því yfir að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Fyrrum ritstjóri bætti um betur og taldi alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins vera fábjána. Þetta held ég að sé vanhugsað, mun fleiri ástæður en fábjánaháttur kunni að vera fyrir því að fólk styður Sjálfstæðisflokkinn. Í fyrsta lagi má nefna þá sem eru í framboði fyrir flokkinn. Fábjánaskapur væri að kjósa ekki sjálfan sig. Í öðru lagi má nefna þá sem byggja afkomu sína á frambjóðendum flokksins, börn þeirra, maka og vildarvini. Í þriðja lagi má nefna þá sem eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem fara saman með hagsmunum frambjóðenda flokksins. Þar sem ganga má að því sem vísu að þeir muni fyrst og fremst gæta þeirra á þingi væri fábjánaháttur að kjósa gegn eigin hag. Í fjórða lagi má nefna þá sem byggja afkomu sína á hópi þrjú, um þá gildir hið sama og um hóp tvö. Í fimmta lagi má nefna þá sem eru með frambjóðendur flokksins á launaskrá við að gæta hagsmuna sinna, hvort sem er með bitlingum eða mútum í formi veglegra styrkja til prófkjörsbaráttu og flokksstarfs. Þingmenn flokksins hafa ekki enn brugðist þeirri skyldu sinni að verja kostunaraðila sína með kjafti og klóm og því væri fábjánalegt af þeim að styðja þá ekki til þess áfram. Í sjötta lagi má nefna þá sem eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem fara saman með hagsmunum þeirra sem eru með þingmenn flokksins í rassvasanum. Í sjöunda og áttunda lagi má svo nefna þá sem byggja framfærslu sína á hópum fimm og sex, um þá gildir hið sama og um hópa tvö og fjögur. Í níunda lagi má nefna pólitíska masókista, fólk sem einfaldlega nýtur þess að kveljast og fær nautn út úr óstjórn og spillingu, að sjá efnahagskerfið fuðra upp, atvinnuleysi aukast, Seðlabankann fara á hausinn og gengi krónunnar hrynja. Í tíunda lagi má nefna pólitíska sadista, þá sem hata land og þjóð og vilja hvoru tveggja allt hið versta. Um þá gildir hið sama og um hóp níu, hvatirnar eru bara aðrar. Að öllu samanlögðu ætti að vera ljóst að mun fleiri ástæður en fábjánaháttur eru fyrir því að kjósa hið undarlega samkrull hreinræktaðrar hagsmunagæslu fyrir íslenska útgerðarólígarka annars vegar og hins vegar skipulagðrar hvítflibbaglæpastarfsemi sem á Íslandi starfar í dulargervi stjórnmálahreyfingar og kallast Sjálfstæðisflokkurinn. Að vísu skal viðurkennt að hún er líklega langalgengust þeirra.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun