Verulega dregur úr kortanotkun í Bandaríkjunum 1. desember 2010 10:07 Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns. Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára. Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna." Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr. Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns. Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára. Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna." Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr. Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira