Spænskir bankar glíma við 13.000 milljarða vandamál 30. nóvember 2010 08:22 Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg." Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg."
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira